
Frétt
23. febrúar 2019Ekki meiri græðgi á kostnað hinna tekjulægstu
Ræða Þuríðar Hörðu Sigurðardóttur á Hungurgöngunni á Austurvelli:
Kæra fólk og samherjar í baráttunni! Fólk býr við ömurlegar aðstæður á Íslandi sem sagt er velsældar og tækifæra. Það hefur verið logið að þjóðinni, logið að fátæku fólki - Sem enn á þreyta sína hungurgöngu með eilífa von í brjósti. Fátæku fólki, sem enn er gert að bíða eftir réttlæti. Ísland er ekki land tækifæra og velsældar fyrir alla. Öryrkjar fá ekki tækifæri og lifa svo sannarlega ekki í velsæld – þeim gert að lifa í vesöld!
– Mynd: Spessi