Eftir stórleik strákanna okkar á þessu móti og að við séum loksins komnir í undanúrslit á stórmóti eftir 16 ára bið, ætlum við að horfa saman á leikinn á Hverfisgötu 105 næstkomandi föstudag. Húsið opnar 19:00 og leikur byrjar 19:30.
Sýnum strákunum okkar sósíalískan stuðning!
Ábyrgðarmenn eru Halldór Ísak Ólafsson og Marzuk Ingi Svanlaugar.
Boðað er til félagsfundar Sósíalistaflokks Íslands 31. janúar á Hverfisgötu 105.
Húsið opnar klukkan 10:30 og fundurinn hefst stundvíslega klukkan 11:00. Boðið er upp á að taka þátt í gegnum Zoom að vanda og mun það einnig opna klukkan 10:30 svo tími gefist til að staðfesta skráningu í félagatal. Á Zoom þarf að koma fram undir fullu nafni og helst í mynd.
Mikilvægt er að vera stundvís af virðingu við aðra fundargesti.
Á fundinum munu fulltrúar frá Framkvæmdastjórn, Málefnastjórn og Kosningastjórn segja frá störfum stjórna og ræða helstu málefni. Félagsfólki gefst tækifæri á að spyrja spurninga og eiga umræður.
Dagskrá er eftirfarandi:
1. Framkvæmdastjórn segir frá starfinu.
2. Málefnastjórn segir frá starfinu.
3. Kosningastjórn segir frá starfinu.
4. ROÐI segir frá starfinu.
5. Sagt frá starfi svæðisfélaga
6. Önnur mál
Léttar veitingar verða í boði og öll framlög vel þegin. Félagsfundir eru frábært tækifæri til að kynnast starfinu betur og til að taka þátt.
Fundur stendur í um eina og hálfa klukkustund.
https://us06web.zoom.us/j/86579520639?pwd=nhQFwzjUEuwhLgLpp9Wog1g2lQLkA8.1
Við æfum okkur í götusamtölum, framkomu og að tala við fólk um stjórnmál og stefnu flokksins. Annan hvern sunnudag kl. 13!
Öll velkomin. Við gerum þetta best saman.
Michael Parenti (1933–2026).
Til heiðurs baráttu- og fræðumanns gegn heimsvaldastefnu og kapítalisma.
Um helgina féll frá Michael Parenti, einn öflugasti og áhrifamesti fræðimaður og ræðumaður róttæka vinstrisins í Bandaríkjunum.
Parenti var marxískur stjórnmálafræðingur og rithöfundur sem helgaði líf sitt því að afhjúpa vald, stéttaskiptingu, áróður og heimsvaldastefnu – og sýna hvernig kerfið réttlætir ofbeldi sitt með “goðsögnum” um frelsi og siðmenningu.
Til að heiðra minningu hans ætlum við að hittast og horfa saman á áhrifamikinn fyrirlestur hans:
“Myrkar mýtur heimsvaldastefnunnar” (The darker myths of Empire).
Allir velkomnir sem vilja skilja heiminn skýrar, heiðra minningur Parenti og styrkja hvert annað í baráttunni.
Við höfum tæknina, svo við ætlum að gera það!
Komdu og taktu þátt í fyrsta karaoke kvöldi Sósíalistaflokksins. Við munum reyna að hafa klassísk lög, en ef þú hefur lag sem þú vilt syngja, bættu því við í umræðuna svo við getum undirbúið okkur.
Það verður snarl og drykkir í boði en ef þú vilt fá þér áfengi er það þitt eigið.
ATH Breytt tímasetning vegna áreksturs við annan viðburð.
Við ætlum að hafa smá vinnusmiðju og æfingu í að koma fram og búa til pólitísk stutt myndbönd á netinu. Það er mjög mikilvægt að læra og æfa sig til að koma meiri athygli á málefnin okkar á netinu í kosningum!
Halldór Ísak Ólafsson, kvikmyndagerðarmaður og forseti ROÐA heldur utan um þetta, og deilir sniðugum ráðum til að koma vel fram, og að spila inn á algrímið
Það þarf bara að mæta með snjallsíman og góða skapið, en það hjálpar ef þið hlaðið niður forritinu CapCut
Sjáumst hress!
Sæl og blessuð kæru félagar,
Stjórn Sósíalistafélags Reykjavíkur boðar til félagsfundar sunnudaginn 18. janúar klukkan 16:00 á Hverfisgötu 105.
Stjórn hvetur sem flesta félaga til að mæta og taka þátt nú þegar dregur nær að kosningum. Heitt kaffi á könnunni og spjall um pólitík, gerist ekki betra.
Dagskrá:
1. Undirbúningur fyrir borgarstjórnarkosningar
2. Önnur mál
Fimmtudaginn 15. janúar kl. 20 á Hverfisgötu 105;
Spennandi fyrirlestur Dr. Hallfríðar Þórarinsdóttir, mannfræðings. Hún fjallar um stöðu, fjölda og þróun innflytjenda á Íslandi. Birna Gunnlaugsdóttir verður fundarstjóri.
Túlkað verður á ensku / English translation will be availible.
Húsið opnar kl. 19:30
Kaffiveitingar
Velkomin á Zoom:
https://us06web.zoom.us/j/87582848684?pwd=wn57sPXbLNIvyuLFhUpml4C3TxE4bd.1#success
Sæl og blessuð kæru félagar,
Stjórn Sósíalistafélag Kópavogs boðar til félagsfundar miðvíkudaginn 14. janúar klukkan 17:30 á Hverfisgötu 105.
Stjórn hvetur sem flesta félaga til að mæta og taka þátt nú þegar dregur nær að kosningum. Heitt kaffi á könnunni og spjall um pólitík, gerist ekki betra.
Dagskrá:
1. Undirbúningur fyrir sveitastjórnarkosningar
2. Önnur mál
Kæru félagar,
Árslok nálgast óðfluga. Þar sem desember er ávallt annasamur mánuður í faðmi fjölskyldu og vina ætlar Sósíalistaflokkurinn að slá saman mánaðarlegum fundum nóvember og desember í einn stóran og hátíðlegan Jólafund föstudaginn 13. desember.
Stjórnir flokksins bjóða öllum flokksfélögum til veislu þar sem við munum eiga góða stund saman, borða góðan mat og safna leikföngum fyrir börn sem búa við fátækt.
Einnig verður „Opinn hljóðnemi“ þar sem félagsmenn geta stigið á stokk. Þið getið undirbúið stutta ræðu (3-5 mín) um vonir ykkar fyrir flokkinn á nýju ári, hugmyndir um sósíalisma eða jafnvel tjáð ykkar skoðun á því hvort ananas eigi heima á pizzu. Allar skoðanir eru vel þegnar!
Fyrirkomulag og matur (Pálínuboð):
Við ætlum að halda „pálínuboð“ og biðjum þá sem tök hafa á að koma með rétt á hlaðborðið. Flokkurinn mun einnig bjóða upp á léttar veitingar.
16:30: Húsið opnar fyrir þau sem koma með mat (til að græja á borð).
17:00: Húsið opnar fyrir almenna gesti.
18:00: Formleg dagskrá hefst.
Vinsamlegast sendið línu á xj@xj.is og látið vita hvaða rétt þið hyggist koma með. Endilega takið vin eða vinkonu með ykkur!
Dagskrá:
1 Framkvæmdastjórn segir frá starfinu
2 Málefnastjórn segir frá starfinu
3 Kosningastjórn segir frá starfinu
4 Opinn hljóðnemi
5 Önnur mál
Fundurinn er áætlaður um 90 mínútur. Félagsfundir eru frábært tækifæri til að kynnast starfinu betur og taka þátt í baráttunni.
https://us06web.zoom.us/j/81527956521?pwd=r3q9MWlDrOcPbda6ZHUmCXzkNMTvSD.1
Jólasöfnun – Hjálparkokkar:
Við tökum þátt í söfnuninni Hjálparkokkar sem aðstoðar foreldra við að gefa börnum sínum jólagjafir, í samstarfi við Hildi Oddsdóttur og Birnu Kristínu Sigurjónsdóttur.
Hægt er að koma með smáhluti/leikföng í skógjafir á fundinn, eða leggja verkefninu lið með frjálsum framlögum:
Banki: 0133–26–001556
Kt: 431220–1720
Skýring: „Skógjafir“ eða „Jólagjöf“
Taktu daginn frá:
🗓 13. desember kl. 17:30 (17:00 ef þú kemur með mat).
🍲 Útbúðu rétt til að deila á hlaðborðið.
🎁 Taktu þátt í leikfangasöfnuninni (með gjöf eða millifærslu).
🎤 Undirbúðu stutta ræðu ef þú hefur eitthvað á hjarta.
Sjáumst öll, njótum jólaandans, samverunnar og gjafmildinnar!
Baráttukveðjur,
Sósíalistaflokkurinn