
Frétt
15. febrúar 2019Fyrstu hádegismótmælin: Skilið peningunum!
Hópur mótmælenda gekk hringi fyrir utan skrifstofur Tryggingastofnunar við Laugaveginn í hádeginu í dag, föstudag, og mótmæltu að stofnunin hefði ekki skilað þeim öryrkjum, sem fengu skertar bætur vegna búsetu, peningunum sem þeir eiga inni hjá stofnuninni. Gul vesti og gulir litir voru áberandi meðal mótmælenda og á eftir skildu þeir eftir sig gul spor fyrir utan Tryggingastofnun.