
Tilkynning
23. nóvember 2024Stuðningsyfirlýsing við kennara
Sósíalistaflokkur Íslands leggur áherslu á að hið opinbera standi við gerða samninga og semji við kennara strax. Þá ítrekar Sósíalistaflokkurinn mikilvægi þess að starfsaðstæður í skólum og leikskólum verði bættar, starfsfólki og nemendum í hag.